Flóra Íslands

Armbandið Flóra sem er skreytt með sjö áhengdum gripum sem Eggert Pétursson og Sif Jakobs hafa hannað fyrir Leonard á undanförnum árum, til styrktar börnum.

Armband með einum grip: 12.500 kr.
Hver stakur gripur til viðbótar: 5.500 kr.

Frá 2008 til 2014 hönnuðu Eggert Pétursson listmálari og Sif Jakobs gullsmiður og skartgripahönnuður silfurskartgripi fyrir Leonard. Gripirnir hafa notið mikilla vinsælda en allar hugmyndirnar eru sóttar í íslenska jurtaríkið – Flóru Íslands.

Skartgripirnir hafa verið seldir til stuðnings tómstundastarfi barna sem hafa verið að berjast við erfið veikindi eða fötlun. Árið 2008 var það hjartarfi til stuðnings Neistanum, styrktarfélagi hjartveikra barna, árið 2009 blálilja sem Blind börn á Íslandi nutu góðs af, síðan kom sóldögg árið 2010 til stuðnings tómstundastarfi fyrir börn með sykursýki, á vegum Dropans, smjörgras 2011 en þá var stutt við Félag áhugafólks um Downs-heilkenni, ljósberi 2012 til styrktar gigtveikum börnum, grámulla 2013 en þá var stutt við íþróttastarf barna hjá Íþróttafélagi fatlaðra og loks gullkollur 2014 til stuðnings Einstökum börnum. Hvert félag hefur fengið á bilinu eina til tvær milljónir króna í sinn hlut. Ár hvert voru þjóðþekktir Íslendingar fengnir til að afhenda fyrsta eintakið: Dorrit Moussaieff, Vigdís Finnbogadóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson, Stefán Hilmarsson, Jón Jónsson, Ólafur Stefánsson og Þorgrímur Þráinsson.